Tilboðin mín

Dagur í Lífi
Örfáum árum áður en ég missti föður minn, fylgdi ég honum með myndavélinni í einn dag. Þessar myndir sýna augnablik í hans daglega lífi og þegar hann kvaddi varð mér virði þeirra ljóst. Einnig rann það upp fyrir mér að fæstir eiga góðar myndir af foreldrum sínum og foreldrum þeirra. Oft fáar myndir til, til að sína afkomendum hvernig þau bjuggu og lifðu. Þetta varð til þess að "Dagur í Lífi" myndatakan varð til.
Í þeirri myndatöku heimsæki ég fólk og eyði með því hluta úr degi. Ég reyni að ná lýsandi augnablikum í þeirra lífi sem og umhverfinu. Það eru þessi litli hlutir sem segja söguna. Litlir hlutir sem við venjumst með tímanum og hættum að taka eftir þeim en eins og máltækið segir: Glöggt er gests augað.
Dagur í Lífi er tilvalin gjöf til foreldra eða afa og ömmu. Ég býð upp á mismunandi pakka, Augnablik; 60 myndir, Heimsókn; 120 myndir og Dagur; amk 300 myndir. Myndirnar færðu í fullri upplausn, sem og í upplausn fyrir félagsmiðlana. Ég býð þér einnig upp á möguleika til að raða myndunum sjálfur í bók sem þú getur pantað beint á heimasíðu minni. Ef þú vilt get ég líka gert það fyrir þig.
Viltu vita meira? Þá hafðu samband við mig með hnappanum hér fyrir neðan.
Dagur í Lífi Jóhanns G Jóhannssonar
Lag: Wisdom Of Love
Höfundur: Jóhann G Jóhannsson
Söngvari: Páll Rósinkrans